Image

Söluráðgjafar Curio Time

Ef þú vilt einfalda tímaskráningu starfsmanna þinna og ná meiri árangri í skráningu á útseldum tíma eða viðveru starfsmanna þinna, skaltu hafa samband við söluteymi okkar.

Ráðgjafar okkar eru tiltækir í gegnum spjallkerfi okkar á heimasíðu, tölvupóst og í síma til að svara öllum spurningum þínum. Söluráðgjafar aðstoða við að kenna á Curio Time og við alla innleiðingu.

Þeir geta leitt þig í gegnum eiginleika og kosti hugbúnaðarins og hjálpa þér að finna bestu lausnina fyrir fyrirtækið þitt.

Hægt er að panta fjarfund með deildum skjá, koma í eitt af fundarherbergjum okkar í Gróskuhúsinu í Vatnsmýrinni eða fá söluráðgjafa í heimsókn.

Taktu fyrsta skrefið í átt að hagræðingu í starfsmannastjórnun og hafðu samband við einhverja af söluráðgjöfum okkar sem bæði svara á netspjalli, tölvupósti og í síma.

Sölufulltrúar aðstoða einnig okkar endursöluaðila við innleiðingu kerfa til þriðja aðila. 

Image

Algengar spurningar:

Hvernig virkar 30 daga prufuáskrift?
Þegar við bjóðum upp á 30 daga prufuáskrift, þá er hún algjörlega ókeypis og engar skuldbindingar (ekkert kreditkort og engin undirskrift). Eftir nokkra virka daga þá könnum við sannleiksgildi skráningar með því að hringja, senda sms eða senda þér e-mail og spyrjum þig hvort þú viljir halda áfram eða hvort þér vanti einhverja aðstoð við uppsetninguna. Ef þér líst vel á kerfið og ætlar að halda áfram þá getur notað prufuaðgangin áfram og þú þarft ekki að byrja upp á nýtt. Við sendum þá í framhaldinu fyrirtæki þínu reikning mánaðarlega miðað við skráningu þína og starfsmannafjölda. Ef þú ætlar ekki að halda áfram þá verður aðgangi þínum lokað á 30 degi frá skráningu.