Curio Zone í þróun - Nýtt app fyrir starfsmenn:
Curio Time hefur hafið þróun á nýju appi sem mun leysa núverandi app af hólmi. Nýja appið, sem ber heitið Curio Zone, fær endurbætt viðmót, hraðari virkni og aukna sjálfvirkni í skráningu og úrvinnslu tímagagna.
Markmiðið er að gera tímaskráningu enn auðveldari og bæta tengingar við verkbókhald. Lokaútgáfa appsins verður kynnt þegar prófanir hafa verið kláraðar og endanleg útfærsla staðfest.