Curio TimeCurio Time

Innskráning

Skráðu þig inn með aðgangsorði
Skoðaðu kennslumyndbönd o.fl. skemmtilegt um Curo forritin.
  • Curio Time
  • Áskrift
    • Áskrift og verð
    • Endursöluaðilar
      • Svar Tækni 2025
  • Curio forritin
    • Áskrift
    • Curio Time
    • Curio App
    • Curio Kiosk
    • Curio Schedules
  • Fréttir
  • Iclandic
  • English (United Kingdom)

Fréttir

Fréttir og uppfærslur

20. mars 2025

Curio Time eflir þróun og hönnun með Curio Design


Curio Time hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að tímaskráningu og viðverustjórnun fyrirtækja. Með stofnun Curio Time OÜ í Tallinn, Eistlandi, hefur fyrirtækið styrkt alþjóðlega stöðu sína og aukið tengsl sín við eitt fremsta tækni- og nýsköpunarumhverfi Evrópu.

Til að efla þróunar- og hönnunarstarf enn frekar hefur Curio Time nú stofnað Curio Design, sérhæfða hönnunar- og þróunardeild innan fyrirtækisins. Í Curio Design starfa nokkrir forritarar og hönnuðir sem áður unnu sem sjálfstæðir verktakar fyrir Curio Time. Með þessari breytingu nær fyrirtækið hagstæðari verðum og sterkari teymisvinnu.

Við vinnum stöðugt að framförum

Ásamt því að vinna að stöðugum uppfærslum og auknu öryggi notenda Curio Time, höfum við einnig bætt við eftirfarandi þjónustu:

  • Samþætting við Curio Time – API-tengingar við launa-, verktíma- og önnur skráningarkerfi
  • Notendaviðmótshönnun (UI) – Alhliða hönnun á iOS og Android öppum, þróun snjallra og aðgengilegra viðmóta

  • Notendaupplifun (UX) – Leggjum áherslu á hönnun, einfaldleika og skilvirkni

  • Vefsmíði og vefþróun – Sérsniðnar veflausnir fyrir fyrirtæki ásamt hýsingu á almennum vefsíðum

  • Smíði snjallforrita – Þróun fyrir bæði vef- og farsímalausnir

Þessi þróun er mikilvægt skref í að tryggja áframhaldandi vöxt Curio Time og bjóða viðskiptavinum framúrskarandi lausnir sem standast kröfur nútímamarkaðarins.

Nánari upplýsingar um Curio Design má finna á www.curiodesign.io

17. febrúar 2025

Beta-útgáfa af Curio Zone fyrir Android nú aðgengileg

Beta-útgáfa af Curio Zone fyrir Android er nú tilbúin til prófunar.

➡ Sækja Curio Zone beta fyrir Android

Til að tryggja rétta virkni þarf að veita leyfi fyrir staðsetningu, myndavél og skjölun. Öll gögn eru dulkóðuð og kerfið fylgir ströngum persónuverndarstöðlum.

Curio Zone verður kynnt formlega þegar lokaútgáfan er tilbúin.

10. desember 2024

Verðbreyting á Curio Time frá 1. janúar 2025

Frá og með 1. janúar 2025 mun verðskrá Curio Time hækka um 5%.

Grunngjald per starfsmann verður 1.590 kr. á mánuði eftir breytinguna.

Hækkunin er í takt við verðbólgu og aukinn kostnað við rekstur og þróun kerfisins.

09. desember 2024

Umframtímar nú aðgengilegir í tímaskýrslum

Eftir mikla eftirspurn hefur Curio Time bætt við nýjum reit fyrir umframtíma í tímaskýrslum.

Notendur geta nú skráð umframtíma sérstaklega, annað hvort per dag eða per mánuð. Umframtímar skráðir í þessum reit eru síðan sjálfkrafa teknir með í yfirvinnuútreikningum þegar laun eru reiknuð í DK, Payday eða öðrum samþættum launakerfum.

Þessi uppfærsla eykur gagnsæi og gerir bæði starfsmönnum og stjórnendum auðveldara fyrir að fylgjast með vinnustundum og viðbótartímum.

Fyrirtæki sem vilja virkja þessa nýjung geta haft samband við þjónustuver á hjalp@svar.is.

01. desember 2024

Svar Tækni tekur við sölu og þjónustu Curio Time á Íslandi

Curio Time OÜ og Svar Tækni hafa undirritað 200 milljóna króna sérleyfissamning sem felur í sér að Svar Tækni tekur alfarið við sölu og þjónustu á Curio Time á Íslandi frá og með 1. nóvember 2024.

Curio Time er eitt vinsælasta tímaskráningarkerfið á Íslandi með yfir 5.000 skráða notendur og í notkun hjá um 250 fyrirtækjum. Með þessari breytingu verður þjónusta og stuðningur við íslenska markaðinn markvissari og skilvirkari, en Svar Tækni hefur áralanga reynslu í sölu og innleiðingu upplýsingakerfa.

Þessi samningur tryggir að íslensk fyrirtæki muni áfram njóta sérsniðinnar þjónustu og ráðgjafar í innleiðingu og rekstri Curio Time.

Fyrirtæki sem þurfa aðstoð eða upplýsingar eru hvött til að hafa samband við þjónustuver á hjalp@svar.is.

07. nóvember 2024

Ný uppfærsla: Curio Time tengist nú við Payday

Curio Time hefur nú verið uppfært með fullri samþættingu við Payday launakerfið.

Nýja uppfærslan gerir notendum kleift að senda launafærslur beint úr Curio Time yfir í Payday með token-kóða, sem einfaldar launavinnslu og lágmarkar handvirka innslátt. Þetta tryggir hraðari, nákvæmari og öruggari vinnslu launa og dregur úr villuhættu.

Fyrirtæki sem vilja virkja þessa tengingu geta haft samband við þjónustuver á hjalp@svar.is til að fá aðstoð við uppsetningu.

05. júní 2024

Curio Time OÜ: Alþjóðlegt tæknifyrirtæki með tengingu við Tallinn

Curio Time hefur tekið mikilvægt skref í alþjóðlegri starfsemi með stofnun Curio Time OÜ í Tallinn, Eistlandi. Þessi útvíkkun byggir á sterkum grunni, þar sem forritarar Curio Time hafa starfað í fjarvinnu frá Tallinn um árabil og fyrirtækið hefur þegar djúpar tengingar við tækni- og viðskiptasamfélagið þar.

Tallinn er ein fremsta tæknihöfuðborg Evrópu með öflugan nýsköpunargrunn, háþróaða stafræna innviði og aðgengi að hæfu starfsfólki. Með því að staðsetja félag okkar þar eykur Curio Time sveigjanleika sinn og styrkir stöðu sína fyrir sókn á alþjóðlegum markaði.

Fyrstu skrefin í útvíkkun eru að finna dreifingaraðila í Noregi og Bretlandi ásamt því að efla þjónustu við íslenska markaðinn.

18. apríl 2024

Curio Time og Svar Tækni á Verk og vit 2024

Við hjá Curio Time, í samstarfi við Svar Tækni, tókum þátt í stórsýningunni Verk og vit 2024 sem haldin var í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal dagana 18.–21. apríl 2024. Sýningin er stærsti viðburður sinnar tegundar á Íslandi og laðaði að sér um 25.000 gesti.

Í sameiginlegum bás okkar kynntum við nýjustu lausnir í tímaskráningu og verkefnastjórnun. Gestir fengu tækifæri til að prófa kerfið, ræða við sérfræðinga okkar og fá innsýn í hvernig lausnir okkar geta aukið skilvirkni í þeirra starfsemi.

Við þökkum öllum sem heimsóttu básinn okkar fyrir ánægjulegar samræður og áhugaverðar ábendingar. Við hlökkum til að byggja ofan á þessi tengsl og vinna áfram að því að bæta þjónustu okkar við íslensk fyrirtæki.

 

01. janúar 2024

Curio Zone í þróun - Nýtt app fyrir starfsmenn:

Curio Time hefur hafið þróun á nýju appi sem mun leysa núverandi app af hólmi. Nýja appið, sem ber heitið Curio Zone, fær endurbætt viðmót, hraðari virkni og aukna sjálfvirkni í skráningu og úrvinnslu tímagagna.

Markmiðið er að gera tímaskráningu enn auðveldari og bæta tengingar við verkbókhald. Lokaútgáfa appsins verður kynnt þegar prófanir hafa verið kláraðar og endanleg útfærsla staðfest.

02. maí 2023

Samningur við nýtt gagnaver í Finnlandi eykur afköst og öryggi Curio Time

Til að styðja við vöxt og aukna notkun Curio Time hefur fyrirtækið tryggt sér samstarf við eitt fremsta gagnaver í Evrópu. Með þessum samningi er tryggt að kerfið starfi á hraðvirkum, öruggum og stöðugum netþjónum sem uppfylla ströngustu öryggisstaðla í gagnavistun.

Nýja uppsetningin tryggir betri dreifingu gagna, skalanlega afkastagetu og dulkóðaða gagnaflutninga, sem veitir notendum Curio Time enn betri þjónustu og áreiðanleika.

03. apríl 2023


Forritarar okkar þeir Alex og Max kallaðir til herþjónustu í Úkraínu

Eftir áralangt samstarf hefur Curio Time kvatt tvo af lykilstarfsmönnum sínum, Alex og Max, sem hafa verið kallaðir til herskyldu í Úkraínu.

Alex hóf störf árið 2015 og var lykilmaður í þróun hugbúnaðarlausna fyrirtækisins. Max gekk til liðs við teymið árið 2019 og sérhæfði sig í gerð reiknivéla fyrir SGS, Fagfélögin, Eflingu og fleiri stéttarfélög.

Þetta er mikill missir fyrir Curio Time, en við óskum þeim velfarnaðar og verndar í þessu hörmulega stríði.

Copyright © 2015 - Curio Time OÜ

Curio Time er alþjóðlegt tímastjórnunarkerfi, sérhannað fyrir íslenskar þarfir. Þjónustuaðili á Íslandi: Svar Tækni ehf., Þjónustusími: 510 6000, Netföng: hjalp@svar.is og info@curiotime.is, Vefsíða: www.curiotime.is

  • Curio Time
  • Áskrift
    • Áskrift og verð
    • Endursöluaðilar
      • Svar Tækni 2025
  • Curio forritin
    • Áskrift
    • Curio Time
    • Curio App
    • Curio Kiosk
    • Curio Schedules
    • Veikindi / dagatal
  • Fréttir