Forritarar okkar þeir Alex og Max kallaðir til herþjónustu í Úkraínu
Eftir áralangt samstarf hefur Curio Time kvatt tvo af lykilstarfsmönnum sínum, Alex og Max, sem hafa verið kallaðir til herskyldu í Úkraínu.
Alex hóf störf árið 2015 og var lykilmaður í þróun hugbúnaðarlausna fyrirtækisins. Max gekk til liðs við teymið árið 2019 og sérhæfði sig í gerð reiknivéla fyrir SGS, Fagfélögin, Eflingu og fleiri stéttarfélög.
Þetta er mikill missir fyrir Curio Time, en við óskum þeim velfarnaðar og verndar í þessu hörmulega stríði.