Umframtímar nú aðgengilegir í tímaskýrslum

Umframtímar nú aðgengilegir í tímaskýrslum

Eftir mikla eftirspurn hefur Curio Time bætt við nýjum reit fyrir umframtíma í tímaskýrslum.

Notendur geta nú skráð umframtíma sérstaklega, annað hvort per dag eða per mánuð. Umframtímar skráðir í þessum reit eru síðan sjálfkrafa teknir með í yfirvinnuútreikningum þegar laun eru reiknuð í DK, Payday eða öðrum samþættum launakerfum.

Þessi uppfærsla eykur gagnsæi og gerir bæði starfsmönnum og stjórnendum auðveldara fyrir að fylgjast með vinnustundum og viðbótartímum.

Fyrirtæki sem vilja virkja þessa nýjung geta haft samband við þjónustuver á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..