Curio Time eflir þróun og hönnun með Curio Design


Curio Time hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að tímaskráningu og viðverustjórnun fyrirtækja. Með stofnun Curio Time OÜ í Tallinn, Eistlandi, hefur fyrirtækið styrkt alþjóðlega stöðu sína og aukið tengsl sín við eitt fremsta tækni- og nýsköpunarumhverfi Evrópu.

Til að efla þróunar- og hönnunarstarf enn frekar hefur Curio Time nú stofnað Curio Design, sérhæfða hönnunar- og þróunardeild innan fyrirtækisins. Í Curio Design starfa nokkrir forritarar og hönnuðir sem áður unnu sem sjálfstæðir verktakar fyrir Curio Time. Með þessari breytingu nær fyrirtækið hagstæðari verðum og sterkari teymisvinnu.

Við vinnum stöðugt að framförum

Ásamt því að vinna að stöðugum uppfærslum og auknu öryggi notenda Curio Time, höfum við einnig bætt við eftirfarandi þjónustu:

  • Samþætting við Curio Time – API-tengingar við launa-, verktíma- og önnur skráningarkerfi
  • Notendaviðmótshönnun (UI) – Alhliða hönnun á iOS og Android öppum, þróun snjallra og aðgengilegra viðmóta

  • Notendaupplifun (UX) – Leggjum áherslu á hönnun, einfaldleika og skilvirkni

  • Vefsmíði og vefþróun – Sérsniðnar veflausnir fyrir fyrirtæki ásamt hýsingu á almennum vefsíðum

  • Smíði snjallforrita – Þróun fyrir bæði vef- og farsímalausnir

Þessi þróun er mikilvægt skref í að tryggja áframhaldandi vöxt Curio Time og bjóða viðskiptavinum framúrskarandi lausnir sem standast kröfur nútímamarkaðarins.

Nánari upplýsingar um Curio Design má finna á www.curiodesign.io