Algengar spurningar:
Hvernig virkar 30 daga prufuáskrift?
Þegar við bjóðum upp á 30 daga prufuáskrift, þá er hún algjörlega ókeypis og engar skuldbindingar (ekkert kreditkort og engin undirskrift). Eftir nokkra virka daga þá könnum við sannleiksgildi skráningar með því að hringja, senda sms eða senda þér e-mail og spyrjum þig hvort þú viljir halda áfram eða hvort þér vanti einhverja aðstoð við uppsetninguna. Ef þér líst vel á kerfið og ætlar að halda áfram þá getur notað prufuaðgangin áfram og þú þarft ekki að byrja upp á nýtt. Við sendum þá í framhaldinu fyrirtæki þínu reikning mánaðarlega miðað við skráningu þína og starfsmannafjölda. Ef þú ætlar ekki að halda áfram þá verður aðgangi þínum lokað á 30 degi frá skráningu.
Fæ ég aðstoð að setja upp prufuaðgang?
Algjörlega. Við munum ekki bara aðstoða við uppsetningu, við bjóðum einnig upp á myndbandakennslur sem þú færð aðgang af eftir að þú ert búin að skrá þig. Ef þér vantar svo aðstoð við reiknireglur eða eitthvað annað þá er þér velkomið að ræða við okkur símleiðis eða með mail samskiptum. Áður en þú byrjar er einmitt mjög gott að ræða við okkur símleiðis og láta okkur fara yfir reikniregluna sem þú ætlar að nota.
Fæ ég afslátt ef ég er með fleiri en 20 starfsmenn?
Já þú færð afslátt ef þú ert með fleiri en 20 starfsmenn. Skráðu þig fyrir prufuaðgang og skrifaðu hve marga starfsmenn þú ert með. Einnig hættum við að rukka grunngjald eftir 20 starfsmenn. Við höfum samband við þig og förum yfir magnafslátt og minntu okkur á að við hjá UXD semjum alltaf um gott verð.
Ertu með aðrar spurningar?
Síminn er: 888 0606